Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

lán í óláni

Í gærdag varð það óhapp að ljóasleiðari slitnaði með þeim afleiðingum að ekkert sjónvarp eða útvarp náðirt, nema ef vera skildi gamla gufan auk þess hvarf internetið  líka, ekkert MSN.   Allt varð hálf vandræðalegt í byrjun, ekkert hægt að gera, pælingar um að taka DVD á leigu komu fljótlega upp í hugan.  Í þeim pælingum fór heimilisfólkið að ræða um hvaða mynd væri skemmtileg og skiptast á skoðunum um kvikmyndir, kvikmyndaleik og leikara.  viti menn, fjölskyldumeðlimir fóru að ræða saman um daginn og veginn, sátu frammi í eldhúsi yfir kaffi og meðlæti í góðu kvöldspjalli.  þetta minnti óneitanlega á þá tíma sem afþreying var af skornum skammti sem ekki eru ýkja mörg ár síðan.  Ég fór meðal annars að rifja upp árinn fyrir ljósleiðarann þegar maður þurfti hringja á milli svæðisnúmera og hringja oft að  til að ná bæjarlínu.  Voru margar spurningar sem vöknuðu hjá unga fólkinu sem var hissa yfir því hve stutt er síðan þetta breyttist allt.  Skemmtileg kvöldstund sem vert er að endurtaka án þess þó að slíta ljósleiðarastreng, bara slökkva á öllum tækjum og tala saman.    


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband